Friday, December 3, 2010

Portó!!

[Sökum netleysis hef ég her þriggja daga færslu]

Des 1

Fórum í gær á veitingahús sem við Lilja þekktum okkur til skelfingar sem "staðurinn sem er með hræðilegt eldhús" eftir að vinur okkar sem vinnur þar (og var að vinna þar í gærkvöldi) fór með okkur þangað eitt kvöld að drekka.
Krosslögðum bara fingur og vonuðum að við fengum ekki matareitrun eða neitt :3
Erum enn á lífi og maturinn var ekki alslæmur. Og hann var ókeypis, svo...
Ég er að skrifa þetta netlaus, svo ég veit ekki hvenær ég kemst næst í nettengingu. Uppáhaldsstaðurinn minn er algjörlega internetlaus núna og tengingin sem við erum búin að vera að stela síðustu daga er líka horfin (eða læst).
Þær Tyrknesku eru báðar orðnar lasnar og ég vona að við hin verðum það ekki líka, það væri fúlt.
Já, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa. Er enn að telja dagana sem við eigum eftir og allt er að verða kaldara.
Ætti kannski að fá hitamælinn hennar Anníar lánaðann, en ég veit að herbergið hennar er 15 gráður með ofninn á fullu...
Svo, ekki mjög heitt.
Er sjálf búin að hnupla öðrum ofn sem hálf-virkar, svo með lélega ofninum sem ég hafði fyrir, met ég það sem einn góðann ofn.
En ég kveiki auðvitað bara á þeim áður en ég fer að sofa, þar sem ég eyði engum öðrum tíma í herberginu mínu.

---

Des 2

Laust uppúr hádegi í dag kom Luis af fundi með Lady Marmelade. Hún tjáði honum að ráðhúsið gæti ekki ábyrgðst rafmagn á klaustrinu og það gæti farið af um miðja nótt og ekkert yrði lagað. Svo við erum að fara til Portó á laugardaginn!
Verðum bara að pakka öllu í flýti og hreinsa allt á rétt rúmum sólarhring :3
Við eigum eftir að tvístrast aðeins í Portó og vitum enn ekki hvar við munum vera. Líkast til flest á hosteli...

Veðrið við sama heygarðshornið. Rigning og kallt og í gærkveldi og nótt voru þrumur og rafmagnið sló út tvisvar eða þrisvar.
Svo mig langar ekki hrikalega til að fara út til að finna út hvort einhver nettenging er einhversstaðar. Það hjálpar ekki að kaffihúsin eru ekki upphituð neitt :(

Des 3

Svo við munum leggja af stað til Portó kl. 3 á morgun.
Allt drasl meira og minna komið í töskur.
Endalausir ruslapokar út um allt!

Lilja (og ég vonandi líka) er búin að plana að fara til Arouca aftur á Mánudag til að fara í mögulega seinasta mánudagsmat og kveðja Önu og co.

Veðrið er komið niður í -1 !
En planið er að hanga aðeins á netinu núna og fara síðan uppá herbergi og drekka vín :3

Hef ekki hugmynd hvar við verðum í Portó eða hvar, hvenær eða hvernig ég kemst á netið næst...

-Eir

Tuesday, November 30, 2010

netörðuleikar og annað skemmtilegt :3

Svo, er ekki mikið búin að vera á netinu síðustu daga. Bæði vegna þess að dagarnir eru kaldir og fullir af rigningu, en líka vegna þess að barinn þar sem ég ven komur mínar er ekki búinn að vera með internettengingu seinustu.. 4 daga?
Er í augnablikinu á tengingu sem ég hef ekki hugmynd um hver á :/
Vona að sá hinum/henni sama sé ... sama.
Allanvegan.
Rigning og kuldi hérna.
Einhverjir gaurar og kjellingar búin að vera að valsa um allt klaustrið og mála og þrífa. Í dag vorum við vakin unm 11 leytið til að pakka öllu eldhúsdótinu okkar niður í kassa því einhverjir eru að fara að nota eldhúsið í kvöld og á morgun... svo ekkert eldhús fyrir okkur næstu daga.
Ljáðist að segja okkur það, þó fólkið í eldhúsinu segjast hafa sagt Cörlu það sver hún fyrir að hafa vitað neitt.
Einnig hefði verið gaman að vita að það var einhversskonar kvikmyndahátíð 26-28. En hún fær líkast til borgað fyrir einhver önnur "manager störf".

Fór til Önu í gær í mat. Alltaf yndislegt og kósí og svo var hengið á Area og við fórum síðan nokkur upp í fjall að sjá snjó (var slydda og blautur snjór þar). Sem var frekar frábært :3

Fór með einni eistnesku stúlkunni á bráðamóttökuna í dag til að kíkja á ristina hennar sem við höfðum áhyggjur að væri kannski brákuð. Var tekin röntgen og alles og send heim með vikuskammt af verkjatöflum.

Vorum flest að vona að við fengum síðustu vasapeningana+matarpening fyrr, en fáum þá víst í fyrsta lagi á fimmtudag.
En þá ætlum að leggja pening til hliðar og hafa jólamat þann 11. Og Carla og hennar fjölsk. eru rosalega yndæl og ætla að bjóða okkur líka i mat um svipað leyti. (þarf líkast til að vera á milli 10 og 12 þar sem tyrknesku stúlkurnar koma til baka frá stuttu fríi 10 og Anní fer þann 12).
Tyrkneski drengurinn er enn í Portó og mun vera þar þar til hann fer 25. Sem er gott fyrir hann, tel ég.
Eða allanvegan betra en að vera einn inná herbergi hér...

Er verið að segja okkur að okkur sé boðinn kvöldmatur á veitingastað í kvöld vegna eldhúsleysis. Svo fáum við einhvað á morgun líka :3

Despicable Me og Cougar Town eru nýtt uppáhald núna :D

-Eir

Friday, November 26, 2010

dumm dee dumm

Ekki mikið að frétta af okkur.
Er búin að snúa sólarhringnum mínum við en tókst að vakna á hádegi í dag :3
Veðrið var ömurlegt í nótt, rigning og vindur en rafmagnið hélst!
Gat ekki sofnað lengi vel og fór í næturrölt alla leið í næsta herbergi og náði mér í nýyfirgefna baðvog sem ég notaði til að finna út hversu þungur farangurinn minn mun vera. Reiknaði út að ég sleppi með 25 kg (bjartsýni hér) en það er ekki svo gott þar sem við Lilja höfum bara 40 kg á milli okkar og hún mun líkast til vera með þyngri farangur... verð að galdra mesta þyngdina í handfarangur og/eða vona að við séum bara nógu asskoti krúttlegar að við komumst upp með meiri þyngd :3

Er annars bara að hanga á Assembleia (nálægum bar/kaffihúsi) að sötra kaffi (meia leite) og hala niður allsskonar þáttum og myndum (þar sem klaustrið er algjörlega laust við internet eða sjónvarp).

Hef ekki séð neinn af klausturbúunum í dag, en þar sem allir Tyrkirnir eru í burtu erum við bara sex manns í klaustrinu núna.

Svo,
ég er enn á lífi, það er ekkert áhugavert að gerast hérna og ég hlakka enn að komast heim :3

23 dagar!

Wednesday, November 24, 2010

Fréttir

Vá, ekkert heyrst frá mér í óratíma.
Er á lífi og líður frekar vel.
Ástæðan er að ég er loksins búin að ákveða að koma mér héðan. Er með flugmiða til Íslands þann 19. Des (væri jafnvel til á að fara fyrr, eða fyrir 8 mánuðum síðan) og ætla aldrei aftur til baka.
Okay, það er ekki rétt. Mundi gjarnan vilja koma og heilsa upp á nokkra portúgala aftur seinna en ekki Luis samt.
Og ekki sofa aftur í þessu kalda klaustri.
Er að sofa of lengi og illa þessa daga og þrátt fyrir að vera með tvo ofna núna er kallt og þunglyndislegt í herberginu mínu. Ég kenni ljósleysinu um. Portúgal er búið að snöggkólna og hér rignir slatta. Flestir halda sig inná herbergjum eða á næsta bar á netinu (þegar það er internet) og þegar veðrið er slæmt fer rafmagnið yfirleitt af klaustrinu. Eða slær út reglulega. Heitt vatn er ekki alltaf á boðstólum og mórallinn ekki upp á marga fiska. T.d. erum við hætt að taka til og hafa sameiginlegan sjóð fyrir þvottaduft, klósettpappýr o.s.fr.v. Engir plastpokar eru í eldhúsinu og allt frekar kalt og "sovjet-russía" einhvernvegin. (fullkomnað með blikkandi ljósi í eldhúsinu).

Flestir eru komir með endanlega flugmiða heim. Lísi fer eldsnemma á morgun og svo fara flestir að tínast til sinna landa í desember. Seinasti drengurinn fer 25 desember.
Tvær enda verkefnið 20-25 Janúar og tvö eru ekki viss hvort þau ætla að halda áfram eftir jól.

Ég hef áhyggjur af flestum hérna og er ánægð að flestir sem eru illa á sig komin andlega eru fljótlega að hætta :3

Er enn boðið í mat á mánudagskvöldum hjá Önu. Það er mjög indælt. En dagarnir eru frekar leiðingjarnir. Flesta daga fer ég á fætur milli 12-14 og dreg sjálfa mig á næsta bar, fæ mér meia-leite og fer á netið. Lilja vaknar yfirleitt seinna, kemur til mín um 18 leitið og förum og fáum okkur kvöldmat í eldhúsinu. (yfirleitt súpa sem við fáum gefins) og horfum svo á einhverja þætti eða kvikmyndir þangað til ég fer að sofa, oftast á undan Lilju.

Frekar boring. Man dagana sem : dagurinn sem Oz fékk sér croissant, eða dagurinn sem ég sat þarna en ekki á hinum staðnum. Er ekki einu sinni viss hvaða vikudagur er í dag. Ekki mánudagur samt...
Huh, miðvikudagur.

25 dagar eftir!
Hlakka til að komast heim <33

Thursday, September 9, 2010

Eir

Ég er lasin.
Það sukkar.

Eir out.

Monday, September 6, 2010

Eir skrifar

Vá, alveg vika síðan ég skrifaði síðast.

Umm...
Ekkert mikið búið að gerast fyrir utan að við erum komin niður í 15 manns.
Onuralp og Ani farin og Irem er held ég næst.

Á föstudeginum fórum við nokkur með nýfengin part af peningnum okkar til Portó þar sem allir höfðu gaman af.
Sjálf náði ég ekki að kauða neitt nema garn fyrir hana Lilju mína :3

Á laugardeginum var haldið upp á afmælið hennar Özgunar með stæl. Matur og áfengi og svo var farið upp á fiveclub til að djamma.
Einhverjir skemmtu sér of mikið, en allt fór vel að lokum.

Í dag fengum við svo afganginn af peningnum okkar!
Erum annars búin að vera að glíma við vatnsleysi af og til og höfðum t.d. ekkert vatn til að fara í sturtur fyrri partinn í dag, og núna er bara vatn á helmingnum af klaustrinu.
Enn ljóslaut í okkar herbergi.

Búin að vera rosalega dugleg að horfa á sjónvarpsþætti og var að enda við að klára seinustu seríuna af Monk og er að spæna í gegnum Scrubs og Supernatural.

Svo er spurningin hvort ég fari til Porto ás morgub eða fari með Mariyu í leikskólann og hjálpi henni þar.
Eða bæði.
Veit ekki enn.

Einar frændi og Kristjana eignuðust yndislegan lítinn dreng á laugardaginn.
Og Kristjana hefur beðið mig um að vera skýrnarvott. Sem ég er mjög upp með með að vera beðin um.
Líkast til mun ég samt ekki getað verið á Íslandi þegar skýrnin er, sem er rosaleg synd. :(
Hlakka samt til að sjá litla krílið og foreldrana sem fyrst.

Lífið er yndislegt.
Jafnvel þótt mér sé kallt á tánum.

Ást og internet-knús til allra sem nenna að lesa þetta.
-Eir

Tuesday, August 31, 2010

Eir skrifar:

Sorrí hvað ég er ónýt að skrifa hérna D:
En við erum á lífi og allt leikur í lyndi.
Íslandsferðin var æðisleg en aðeins of stutt og ég náði ekki að hitta alla sem ég vildi.
Náði samt að gera mest af því sem ég vildi gera.

Svo komum við hingað í klaustrið með foreldrana og litla brósa.
Loftljósið enn í ólagi og við eftirlétum fjölskyldunni okkar herbergi en tróðum okkur inná Láru herbergi.
Vorum fyrstu dagana mikið hérna en seinustu dagana leigðum við bílaleigubíl til að rúnta um umhverfið og svo gistum við eina nótt í Portó.

Fjölskyldan er svo komin heilu höldnu aftur heim.

Özge og Jean eru farin heim til sín og Onuralp mun fara á morgun :(
Allir að stinga af.

Eftir tvo daga með 45 gráðu hita er dagurinn í dag skýjaður með rigningu og þrumum.
Í gærkveldi tókum við Lilja + Eistarnir okkur til og bökuðum súkkulaðibitamöffins með venjulegu, dökku og hvítu súkkulaði. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur sykursjokkið sem þeir féngu sem átu þær XD
Svo horfðum við Lilja og Annie á Wanted, en hún (Annie) er búin að vera að horfa mikið á hana síðustu daga (tjáði mér um hádegisbil að hún hafði horft á hana aftur eftir að við fórum og parta svo í morgun), en þó söguþráðurinn sé frekar út úr kú er hún rosalega falleg með flottar tæknibrellur xD
Einnig er fólk farið að gefa okkur mat þar sem það hefur réttlega heyrt að við séum orðin peningalaus og getum mörg hver ekki keypt mat. Svo okkur var gefinn kvöldmatur í gærkveldi og hádegismatur í dag :3
Fólk hérna er góðhjartað.

Annars er lífið bara gott og ég vona að heyra einhvað í fólki.
Bestu kveðjur frá Portúgal.

Eir

Tuesday, August 3, 2010

Eir Skrifar

Bleh!
Ég er ekki dauð og Lilja er líka sprelllifandi.
Höfum ekkert loftljós í herberginu okkar lengur og allt klaustrið virðist vera að detta í sundur.
Útiljósin komin niður í eitt vesælt ljós, a.m.k. 2 klósett virka ekki, stiga og gangljós eru dauð og hurðin á þvottavélinni opnast ekki.

En annars, förum frá Porto 6 um morguninn þann 7 Ágúst svo við þurfum að fara til Portó kvöldið á 6. Eyða nóttinni þar, taka flug til London og eyða skitnum sólarhring þar afþví Icelandair er kúkur og felldi niður flugið þann 7.
Eini góði punkturinn er að við getum tekið meiri farangur frá London til Íslands en frá Porto til Londons, svo kannski getum við verslað föt í millitíðinni....

Hlutir sem mig langar að gera á Íslandi:
Vaða í Hvaleyravatni
Synda í Hjálparfoss
Knúsa kisuna mína
Knúsa fjölskylduna mína x2
Knúsa vini mína og vera í human pile
Fara í sund
Fara í bíó
Borða beikon
Borða almennilegt snakk!!
Baka muffins
Fara í brúðkaup
Fara út á milli kl. 12-18 og ekki bráðna
Borða pulsu
Borða hamborgara og franskar með Önnu Karen
ofl.

Sunday, June 20, 2010

Eir skrifar

Í dag er 112 dagurinn minn í Arouca! o:
Það er alveg hellings tími til að eyða frá fjölskyldu og vinum, í bíólausu þorpi í Portúgal.
Verð að játa að dvölin hér hefur ekki verið eins mikill dans á rósum og ég var að vona, til dæmis er veðrið hér annað hvort of heitt eða of kalt.
Hér er hellingur af fjölbreyttu og skemmtilegu fólki sem ég er heppin að geta kallað vini mína en hópandinn er því miður ekki upp á sig besta og skortur á framtakssömu og leiðandi fólki í bland við lélégar aðstæður og ekkert rými til samverustunda (við getum ekki einu sinni öll borðað kvöldmat saman og hér eru engir sófar eða sjónvarp) gerir hópeflingu frekar erfiða.
Sem er ekki hrikalega gott fyrir manneskju eins og mig sem þarf nær stanslausa nærveru fólks og alveg óteljandi knús.
Er auðvitað að knúsa alla hérna, klausturbúa og þorpsbúa. Hef meira að segja knúsað bæjarstjórann sjálfann!
En því miður eru það færri sem knúsa mig :/
Vissi ekki að það væri einhvað sem ég þyrfti svona mikið.
Einnig finnst ég ég alltaf vera utangátta í öllu sem er að gerast og algjörlega óþörf í flestu.
Þegar þú ert með 19 manneskjur í örfá sjálfboðastörf, þá geta ekki allir alltaf haft einhvað að gera.
-Svo, fjarvera frá fjölskyldu og vinum plús aðgerðarleysi hefur haft mjög slæm áhrif á mig.
Sem betur fer kom Lilja til að bjarga mér í byrjun mánaðarins, en ég er enn ekki upp á mitt besta. Hjálpar til að við deilum herbergi, en sem betur fer er það samt bara tímabundið, því þótt ég elski hana alveg ofboðslega er þetta mjög lítið herbergi fyrir tvo.
Og auðvitað er Lára frænka komin aftur, svo við ættum að fara að geta í sameiningu að hrista aðeins upp í liðinu.
Vonandi.

Annað er svo að ég hef nánast EKKERT heyrt frá fjölskyldunni og vinum mínum á Íslandi síðan ég kom.
Ekki einu sinni pabba og mömmu.
Ég veit að flest eru frekar léleg í fjarskipta samskiptum, sérstaklega yfir netið. En ég veit ekki einu sinni hverjir lesa þetta aðrir en pabbi, mamma, Þóra og Rúnar.
Heyri einstaka sinnum frá foreldrunum, talað mest við Þóru, talað aðeins við Önnu Karen og svo bara nokkur orðaskipti við tvo þrjá aðra vini.
Á næstum 4 mánuðum o.o
Ég er auðvitað ekkert skárri í netsamskiptum og er ekki að biðja um neinar ritgerðir, en "hæ" eða bara broskall til að vita að þið séu þarna og séuð ekki alveg búin að gleyma mér væri ágætt.

Finnst enn eins og ég hafi engu áorkað síðan ég kom hingað. Portúgölskukunnáttan í lágmarki og ég algjörlega ófær um að læra með því að spjalla við fólkið hérna, afþví... þið vitið, ég er ekki hrikalega góð í að spjalla við fólk MEÐ einhvern orðaforða, hvað þá án.
Ákvað í dag að byrja að hreyfa mig meira og skera niður súkkulaði og óhollustuatið. Sjáum til hvernig það virkar.

Er alvarlega að pæla í að kaupa mína eigin fartölvu, því þegar við erum á Area getur bara einn verið í tölvunni hennar Lilju í einu :)
Get stundum auðvitað hnuplað tyrkneskri tölvu en það er leiðinlegt til lengdar. Einnig engir íslenskir stafir (þau hafa ö samt) og tvö mismunandi "i". Það er ruglandi.

Hefði örugglega haft gott af því að ferðast einhvað en er ekki manneskjan til að fara ein eitt né neitt. Finnst ævintýri vera fyrir að minnsta kosti tvær manneskjur annars er það martröð. =.=

En 22. - 25. erum við Íslandingarnir (ég, Lilja, Lára og Þangi litli bróðir Láru sem er í heimsókn) að fara til Portó og skemmta okkur þar. Vonandi verslað einhvað, sjá sjóinn loksins aftur og ströndina svo finnum við Lilja okkur kannski skanna :3

...
okay, ég er búin núna. Ekki meiri wall of text í bili xP

Ástarkveðjur, Eir

Monday, June 14, 2010

Rútína í klaustrinu.

Hárið á Lilju var komið aðeins of langt niður í augu og stóð sig örlítið of vel í að halda hita á hausnum á henni í hádegissólinni. Eir var fengin til að klippa, og upphaflega átti Lilja að skarta flottum kamb að því loknu. En eftir nokkra umhugsun komumst við að því að án allra fínu hárvaranna sem skildar voru eftir á Íslandi myndi hún aldrei nenna að setja kambinn upp í hinn rosalega death-hawk stíl sem honum var ætlað. Svo klippingin varð aðeins látlausari en kamburinn fær að bíða þar til ég sný aftur til fósturjarðarinnar.

Stelpurnar í klaustrinu tóku ekki eftir neinum mun þegar þær mættu Lilju nýklipptri, jafnvel eftir að Eir sagði þeim frá hárgreiðslunni. Strákarnir tóku hinsvegar strax eftir því. Þannig að það sést að þeir horfa augljóslega framan í mann þegar maður talar við þá, meðan konurnar eru uppteknar af því hvort maður hafi fitnað. Sem við höfum líklega gert, enda Portúgalar mjög hrifnir af eftirréttunum sínum og sætindum.


Annars er aðgerðaleysi farið að taka sinn toll á flesta í klaustrinu. Margir kvarta sáran undan hinni daglegu rútínu sem er vakna, borða, kaupa í matinn, fara á Areacaffé, fara að sofa.
Ágætis lífstíll í viku eða tvær, en síðan fer fólk hægt og hægt að missa vitið.

Tuesday, June 8, 2010

Menningarvika og klausturhrekkir.

Jæja, nú erum við orðnar tvær systurnar í klaustrinu. Við ákváðum að uppfæra báðar bloggið í staðin fyrir að gera annað fyrir Lilju, eða að Eir væri bara að blogga meðan Lilja læi í leti og drykki sangria.

4.júní byrjaði menningarvika og margt að gera í kringum hana. Lilja málaði spiderman-grímu á andlitið á litlum krakka, og svo sátum við saman yfir sýningu á efri hæð safnsins í fimm klukkutíma í gær. Safnið er utandyra svo mikill hluti vaktarinnar fór í að hlaupa á eftir skrautlegum pappakössum og föndruðum blómum sem fuku um. Og auðvitað spilunum okkar, en við reyndum að spila rommý til að drepa tímann. Að minnsta kosti leiddist okkur ekki meðan við hlupum.

Í fyrrakvöld settum við upp sensory labyrinth í klaustrinu og rúmlega tuttugu manns fóru í gegn. Viðbrögðin voru flest mjög jákvæð og ófáa skorti orð til að lýsa því hvernig þau upplifðu það. Lilja sá um að láta fólk þefa af karrý og kardimommudropum, en Eir söng fyrir fólk meðan hún lagði það í gröfina.


Áðan fékk Jean (franski gaurinn) heimsókn frá systur sinni og frænku. Meðan þau sátu í eldhúsinu og spjölluðu og átu osta hljóp einhver púki í restina af krökkunum. Nokkur þeirra skutust upp í herbergið hans og færðu næstum öll húsgögnin og hluti inn á salerni. Svo röðuðu þau fullt af kertum um allt og létu tölvuna spila klassíska tónlist. Þegar greyið Jean var leiddur upp til að líta á herlegheitin var andrúmsloftið mjög svo rómantískt, og Sonya hafði legist fyrir á rúminu með rauðvínsglas í hendi og kvaðst hafa beðið hans...


Því miður var batteríið í myndavélinni ekki upp á sitt besta og því náðist ekki nema ein mynd, sem gerir listrænni uppsetningu húsgagnanna enganvegin skil.

Monday, May 31, 2010

Svo. Agda var fjor. Chillad og horft á Eurovision, sem er svo miklu skemmtilegra thegar thú ert í altjódlegum hópi.
Engar rutur fóru heim á Sunnudag svo sex okkar ákvádum ad hitchhike-a heim. Skiptum okkur í tveggja manna hópa og tveir komust á leidarenda en ég og minn félagi komumst uppá McDonalds.
Ákvádum sídan ad fara bara til baka og fara med fraakkanum í rútu til baka í dag :3
Svo kom aftur í klaustrid um 4 leitid.
Ekki mikid ad frétta annars.
Engin plon í dag og á morgun er portúgolskukennsla og svo Lilja!! o:
Hlakkar til ad knúsa litlu systur aftur.
Verdur ad minnsta kosti 10 mínútur!

Thursday, May 27, 2010

Svo...
9 manns stungu af til Lisbon í dag á "on arrival training" og koma ekki aftur fyrr en seint á tridjudagskvold.
Tvo fóru til Portó og tvo fóru snemma til Agda.
Svo vid erum 4 í klaustrinu í dag.
En á morgun verdur farid til Agda í partý :3
Komum aftur á sunnudaginn, chillad á mánudag og svo kemur Lilja (og Tyrkjaveldid) á tridjudag :3

Monday, May 24, 2010

Ekkert?
Hmm...
Var kaereoke kvold á Area á fostudeginum.
Dansadi til klukkan sex, hálf sjo á fiveclub á laugardagskvold. Thurftum ad labba heim frá klúbbnum sem er uppí fjallshlíd xP
Komst loksins ad sofa um sjoleitid og vaknadi svo sídan hálf tólf.
Eyddi Sunnudeginum í letikasti og gerdi naestum ekkert.
Fengum gesti og eftirlét theim herbergid mitt í nótt svo ég thurfti ad gista í Maríuherbergi. Hún átti líka afmaeli í gaer.
Og er ad sjá fram á heljarmikid af leidindum naestu viku.
Bunch and bunch of boredom xP

D:

Eir

Friday, May 21, 2010

Sorrý, sorrý.
Hef ekki verid upp á mitt besta sídustu... tvaer, trjár vikurnar.
Búin ad vera einn alsherjar emotional rollercoaster og hitti botninn í gaer og hékk inni mestallann daginn (gékk svo langt ad búa til "national language day" bordann inná herbergi) eda thar til eistneski drengurinn tókst ad fá mig út í búd ad kaupa med honum og elda kvoldmat.
Var á leidinni ad baila á skólanum (thad er national language day í dag) en Carla bad rosa fallega og ég hundskadist uppeftir. Var alveg mucho stressud en krakkarnir voru rosalega fínir og spenntir og Olga portúgolskukennari baud mér ad koma hvenaer sem er og sitja í portúgolskutíma. Svo ég er ollu hressari í dag.
Einnig mun vera kareoke kvold á Area café og thad getur bara verid skemmtilegt.

Annars er búid ad vera misjafnt ad gerast.
Lítur út fyrir ad ekkert verdi úr Historical recreation, eda ad minnsta kosti mikid minna, sokum fjárskorts og bókasafnid er ad setja saman dagskrá í sumar thar sem morg okkar munu vera ad kenna litlu krokkunum í sumarfríinu allsskonar hluti s.s. origami, dans, og svo auddad verdur einhvad af andlitsmálningu og blodrudýrum.
Er ekki beint ad taka thátt sjálf, en get eflaust hjálpad til einhversstadar :/

Ania er hérna núna ad tala um "Project managment", hvernig á ad setja saman umsóknir fyrir allsskonar verkefni og allar mismunandi tegundirnar af verkefnum haegt er ad gera.
Er allt frekar ruglingslegt.

Er alveg ad deyja úr leidindum í augnablikinu, en thad baetist vonandi úr thví thegar Lilja kemur ad sparka í rassinn á mér.
10 dagar! o:
Veit ekki enn hvernig vid eigum ad komast fyrir, en vid lifum orugglega af xD

úúh! Thad var ledurblaka á ganginum í gaerkveldi!
Krútt!

Annars er slatta heitt hérna núna og ég alveg ad brádna.
Er búin ad naestum jafna mig á bakinu thar sem ég naeldi mér í hina fínasta (en sem betur fer lítinn) brunablett.
Er alveg á fullu ad safna freknum á loppunum (og annarsstadar).

Thad sem ég var ad gera ádur en thetta blogg byrjadi:
Frjósa úr kulda med Láru og Rodolfo.
Horfa á slatta af kvikmyndum á Lárutolvu.
Hreinsa klaustrid (sérstaklega eldhúsid og ísskápinn)
Kaupa thvottavél
setja upp thvottasnúrur
fara nokkrum sinnum til City hall

Héldum upp á afmaeli einnar Búlgorsku stúlknanna.
Fór einu sinni til Portó med hinum tvem búlgorsku stelpunum. Thad var frekar leidinlegt og ég turfti ad stoppa á tveggja mínútna fresti og bída eftir ad thaer taekju ógrynnin af myndum.

Fórum til Lisboa á "on arrival training" eldsnemma á 8 Apríl (afmaelisdaginn minn). Og Tyrkirnir voru samferda til Porto. Fékk afmaelissong um 6-7 leytid um morguninn ásamt knúsum, graenni stílabók (blodin líka), blýontum og yddara :3
Eyddum hellings af tíma í lestum, meto-um og trams ádur en vid komumst á youth hostelid, rétt fyrir utan Lisboa. Hittum hellings af aedislegu fólki alls stadar ad úr heiminum úr allskonar mismunandi EVS verkefnum allsstadar í Portúgal.
Vard svoldid spaeld ad allir úr hópnum mínum (vid vorum 8 og "on arrival" grúppan var 28 med okkur) fóru ad sofa um 21. En eistneski drengurinn átti svo afmaeli thann 12 svo thad var bara staerri veisla thá.
Fórum svo aftur heim í klaustur thann 13.

Held ad thad sé nú thad helsta.
Ef thid erud med einhverjar spurningar, eda hvad sem er.
Ekki hika vid ad hafa samband.
Mér leidist alveg obbodslega.

Og ENDILEGA senda mér myndir!!!!
Plís! D:

Hef ekki enn komid mínum myndum af vélinni yfir á tolvu, en hef heldur ekki verid rosalega dugleg ad taka neinar :/

Knús og kossar
Eir

Friday, May 7, 2010

Vá, heil vika án skrifta.
Fundurinn var ekki fyrr en á midvikudag í endann og vid fengum hip og gul endurskinsvesti til ad vera í í kvoldgongunni. Fengum einnig leyfi fyrir hitt fólkid til ad fara frítt í sund og svona.
Eftir gonguna var Tyrkneskt daemi, hefd, thar sem vid skrifudum oskirnar okkar á blad og bundum thaer á rósarunna og hoppudum 3svar yfir kerti. Svo hentum vid theim í klausturlaekinn á fimtudagsmorgninum.
Ania taladi mikid um persónulegu verkefnin okkar og mitt er ad mestu leiti ad gera allt sem mig hefur langad til ad gera en verid of hraedd vid ad gera. Byrjandi á gítarkennslu og á naesta midvikudag, magadans!
Er líka ad plana ad setja upp einskonar kerfi thar sem vid getum oll skipst á vitneskju, áhugmálum og hverju sem er.

Einnig erum vid fjogur ad hjálpa til med Barrokk tónleika á morgun og thurftum ad faera stóla til klukkan 11 í morgun. (Fáum einnig ad flytja thá til baka á mánudag) og ég mun vera annad kvold ad útdeila fríum midum vid adganginn.
Fjor.

Annars er dagskráin ad hafa kynningar á mánudag í secondary school, tridjudag fundir og portúgolskukennsla, midvikudag einhvad med André (yoga? td), magadans og ganga.
Fimt. Fundur med Corlu og workshop med André.
Fost. Fundur í rádhúsinu, portúgolskukennsla, leikhúsfundur í skólanum.
Laug. Thrif og ganga.

Er alveg rosalega leidinlegt vedur hérna núna, grámyglulegt og rigning.
Og thad var ógisslega kalt í nótt. Vaknadi upp vid skítakulda og uppgvotadi ad thad var ekkert rafmagn á klaustrinu og thurfti ad fara og slá thad aftur inn.
En vid laerdum liti og slatta af lýsingarordum í portúgolskukennslunni í dag :3

Lilja! Ég mun senda ther verkefnin med Láru ;)

Monday, May 3, 2010

Hmm... veit ekkert hvað ég á að skrifa.
Hef ekkert verið hrikalega 'active' síðustu daga...
Er að fara á fund með Miguel frá íþróttahúsinu á eftir. Átti að vera á morgun samt.
Veit ekki nákvamlega um hvað en við munum komast að því :3
Búið að vera skýjað og kalt (þ.e.a.s. fyrir Portúgal í Maí) seinustu daga og við að mestu höfum haldið okkur inni xP
Verð að fara að rífa mig upp og Project Management er handan við hornið á þriðjudag eða miðvikudag.
Gama að sjá að einhverjir eru að lesa þetta :D

kús og kossar
Eir

Thursday, April 29, 2010

Whoo!
Skippadi meirihlutanum af workshopinu med Andre in favor of solbadi i gardinum.
Litudum sidan augabryrnar a annari eistnesku stulhunni og klipptum hjalminn af eistneska drengnum. Svo var horft a Gossip girl.
Thessir thaettir eru alveg rosalega dramatiskir! xD
Merkilega addictive.
Er ad paela ad fara i sund reglulega og raektina fyrst thetta er nu fritt fyrir mig :D
Er samt ekki med aedislegu sundhettuna mina og sundgleraugun.
Var bent a ad ekki margir virdast vita af thessu bloggi, svo thid 3-4(?) sem gerid that, endilega lata adra vita!!

Annars slepptum vid ad taka til i klaustrinu og vid erum enn snurulaus...
Eda t.e.a.s vid erum med snurur en thaer eru ekki serlega traustar.
Er enn allt of heitt!! D:
Veit ekkert hvernig eg a ad hondla thad.

xoxo
Eir

Wednesday, April 28, 2010

booyah

Thad var allt of heıtt ı dag xp
Vaktı mjög lengı ı gaer yfır mjög skemmtılegum umraedum um kynlıf.
Eınhver vıldı meına ad astaedan fyrır thvı vaerı stjarnfraedıleg og su stadreınd ad tunglıd vaerı fullt.
Nyjı tyrkınn kenndı mer sma ad tango og tyrneskı trommuleıkarınn lofadı mer trommukennslu og fıdluleıkarınn er ad fara ad skıpuleggja tıma.
Er bara ordın ansı lunkın a gıtarınn ef med er tekıd ı reıknıngınn ad eg hef bara fengıd tvo tıma xD
Er annars ad fıla mıg mjög mıkıd herna. Serstaklega nuna thegar Lara er snuın aftur!
Vorum med workshop ı dag um leıkrıt og völundarleıkhus. Thad var fınt.
Toludum nokkur vıd ıthrottahusıd og eg mun lıkast tıl vera eın af fımm sem mun vera ad hjalpa theım ad skıpuleggja event ı maı ad mınnsta kostı og ı stadın fae eg ad fara frıtt ı raektına og sund!
Awesome!
Fekk afmaelısgjöf fra ömmu Sıgrunu kruttlegır eyrnalokkar og halsmen.
Er ad paela ı ad reyna ad skıpuleggja skype kvöld med theım sem vılja.
Tharf bara ad hafa fyrırvara tıl ad redda mer fartölvu.

Sakna allra rosalega mıkıd!

astarkvedjur
Eir

Tuesday, April 27, 2010

Whoot

Boa tarde! (gódan daginn)

Okay, svo í gaer var afmaeli nr. 5. Einn af tyrknesku gaurunum vard 24 ára o:
Svo fórum vid nokkur inná herbergi og horfdum á slatta af Gossip Girl. Much drama to be had there.
Endudum audvitad á ad fara ad sofa ógisslega seint og áttum í stokustu vandkvaedum ad vakna í fund kl. níu og portúgolskukennslu kl. 10.
Er alveg 3ji tíminn minn og ég er alveg ad laera slatta. Kann ad telja upp á 100 og alles.
Oh! Og franski gaurinn tók mig í gítarkennslu! Laerdi nokkra hljóma og prófadi ad spila afmaelissonginn!
Thad er búid ad vera rosalega heitt sídustu daga, yfir 30 stig og vid eyddum bródurpartinum af Sunnudeginum í sólbadi í gardinum med sangria :3
Erum svo búin ad fá leyfi til ad nota myndvarpa frá bókasafninu á fimmtudogum, svo planid er ad hafa kvikmyndakvold!

Lára kemur heim í dag og ég er búin ad sakna hennar alveg slatta!Hef ekki haft neinn til ad tala íslensku vid D:

Er búin ad vera ad teikna soldid en get ekki sýnt neinum sokum skorts á almennilegum skanna :(
Kíki eftir einum thegar ég fer naest til Porto.
Thurfum líka ad kaupa bakarofn thar sem vid erum 18 og bara med eina eldarvélahellu og orbylgjuofn o.o
Allir eru rosalega skemmtilegir og nett klikkadir, svo mér lídur alveg eins og heima hjá mér :3

Mun einhverntíman á naestu dogum skrifa hvad ég hef verid ad gera hingad til, nenni thví ekki núna samt xP

xoxo Eir

Monday, April 26, 2010

Hallóóóóóóó!!!!!

Er ad sakna íslensku vinanna minna alveg rosalega mikid!
Heyri barasta EKKERT frá ykkur! o:
Ég er med internet hérna o:

Mynni á
msn: adalbjorgeir at hotmail punktur com
e-mail: sama
facebook!!
skype: eirpeturs
gsm: 911727313
heimilisfang: Mosteiro de Santa Maria de Arouca
str. Largo de Santa Mafalda
post code: 4540-108 Arouca

Koma svo!
Segja hae svo mér finnist ég ekki algjorlega gleymd D: