Friday, December 3, 2010

Portó!!

[Sökum netleysis hef ég her þriggja daga færslu]

Des 1

Fórum í gær á veitingahús sem við Lilja þekktum okkur til skelfingar sem "staðurinn sem er með hræðilegt eldhús" eftir að vinur okkar sem vinnur þar (og var að vinna þar í gærkvöldi) fór með okkur þangað eitt kvöld að drekka.
Krosslögðum bara fingur og vonuðum að við fengum ekki matareitrun eða neitt :3
Erum enn á lífi og maturinn var ekki alslæmur. Og hann var ókeypis, svo...
Ég er að skrifa þetta netlaus, svo ég veit ekki hvenær ég kemst næst í nettengingu. Uppáhaldsstaðurinn minn er algjörlega internetlaus núna og tengingin sem við erum búin að vera að stela síðustu daga er líka horfin (eða læst).
Þær Tyrknesku eru báðar orðnar lasnar og ég vona að við hin verðum það ekki líka, það væri fúlt.
Já, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa. Er enn að telja dagana sem við eigum eftir og allt er að verða kaldara.
Ætti kannski að fá hitamælinn hennar Anníar lánaðann, en ég veit að herbergið hennar er 15 gráður með ofninn á fullu...
Svo, ekki mjög heitt.
Er sjálf búin að hnupla öðrum ofn sem hálf-virkar, svo með lélega ofninum sem ég hafði fyrir, met ég það sem einn góðann ofn.
En ég kveiki auðvitað bara á þeim áður en ég fer að sofa, þar sem ég eyði engum öðrum tíma í herberginu mínu.

---

Des 2

Laust uppúr hádegi í dag kom Luis af fundi með Lady Marmelade. Hún tjáði honum að ráðhúsið gæti ekki ábyrgðst rafmagn á klaustrinu og það gæti farið af um miðja nótt og ekkert yrði lagað. Svo við erum að fara til Portó á laugardaginn!
Verðum bara að pakka öllu í flýti og hreinsa allt á rétt rúmum sólarhring :3
Við eigum eftir að tvístrast aðeins í Portó og vitum enn ekki hvar við munum vera. Líkast til flest á hosteli...

Veðrið við sama heygarðshornið. Rigning og kallt og í gærkveldi og nótt voru þrumur og rafmagnið sló út tvisvar eða þrisvar.
Svo mig langar ekki hrikalega til að fara út til að finna út hvort einhver nettenging er einhversstaðar. Það hjálpar ekki að kaffihúsin eru ekki upphituð neitt :(

Des 3

Svo við munum leggja af stað til Portó kl. 3 á morgun.
Allt drasl meira og minna komið í töskur.
Endalausir ruslapokar út um allt!

Lilja (og ég vonandi líka) er búin að plana að fara til Arouca aftur á Mánudag til að fara í mögulega seinasta mánudagsmat og kveðja Önu og co.

Veðrið er komið niður í -1 !
En planið er að hanga aðeins á netinu núna og fara síðan uppá herbergi og drekka vín :3

Hef ekki hugmynd hvar við verðum í Portó eða hvar, hvenær eða hvernig ég kemst á netið næst...

-Eir

No comments:

Post a Comment