Friday, November 26, 2010

dumm dee dumm

Ekki mikið að frétta af okkur.
Er búin að snúa sólarhringnum mínum við en tókst að vakna á hádegi í dag :3
Veðrið var ömurlegt í nótt, rigning og vindur en rafmagnið hélst!
Gat ekki sofnað lengi vel og fór í næturrölt alla leið í næsta herbergi og náði mér í nýyfirgefna baðvog sem ég notaði til að finna út hversu þungur farangurinn minn mun vera. Reiknaði út að ég sleppi með 25 kg (bjartsýni hér) en það er ekki svo gott þar sem við Lilja höfum bara 40 kg á milli okkar og hún mun líkast til vera með þyngri farangur... verð að galdra mesta þyngdina í handfarangur og/eða vona að við séum bara nógu asskoti krúttlegar að við komumst upp með meiri þyngd :3

Er annars bara að hanga á Assembleia (nálægum bar/kaffihúsi) að sötra kaffi (meia leite) og hala niður allsskonar þáttum og myndum (þar sem klaustrið er algjörlega laust við internet eða sjónvarp).

Hef ekki séð neinn af klausturbúunum í dag, en þar sem allir Tyrkirnir eru í burtu erum við bara sex manns í klaustrinu núna.

Svo,
ég er enn á lífi, það er ekkert áhugavert að gerast hérna og ég hlakka enn að komast heim :3

23 dagar!

2 comments:

  1. Hæ!
    Úff, vá. Ég var að lesa síðustu bloggfærslurnar þínar, mikið er ég fegin að þið eruð á leiðinni heim til Íslands :( Ljóta Portúgal. 23 dagar (22 núna!) eru ekki neitt, þetta verður örugglega fljótt að líða. Hlakkaðu bara til að komast til Íslands og vera hjá fjölskyldunni yfir jólin!
    Áhyggjukveðjur,
    Þóra.

    ReplyDelete
  2. Ég er líka rosafegin :3
    Og Portúgl er ágætasta land og frekar fallegt. Flest fólkið yndælt og klikkað.
    En, já. Ísland hið farsælda frón er samt betra IMO :3
    Og upphituð hús. Ég sakna þeirra. Mjög. Mikið.
    Ég hlakka mikið, mikið. I do!
    *knúsipús*

    ReplyDelete