Tuesday, November 30, 2010

netörðuleikar og annað skemmtilegt :3

Svo, er ekki mikið búin að vera á netinu síðustu daga. Bæði vegna þess að dagarnir eru kaldir og fullir af rigningu, en líka vegna þess að barinn þar sem ég ven komur mínar er ekki búinn að vera með internettengingu seinustu.. 4 daga?
Er í augnablikinu á tengingu sem ég hef ekki hugmynd um hver á :/
Vona að sá hinum/henni sama sé ... sama.
Allanvegan.
Rigning og kuldi hérna.
Einhverjir gaurar og kjellingar búin að vera að valsa um allt klaustrið og mála og þrífa. Í dag vorum við vakin unm 11 leytið til að pakka öllu eldhúsdótinu okkar niður í kassa því einhverjir eru að fara að nota eldhúsið í kvöld og á morgun... svo ekkert eldhús fyrir okkur næstu daga.
Ljáðist að segja okkur það, þó fólkið í eldhúsinu segjast hafa sagt Cörlu það sver hún fyrir að hafa vitað neitt.
Einnig hefði verið gaman að vita að það var einhversskonar kvikmyndahátíð 26-28. En hún fær líkast til borgað fyrir einhver önnur "manager störf".

Fór til Önu í gær í mat. Alltaf yndislegt og kósí og svo var hengið á Area og við fórum síðan nokkur upp í fjall að sjá snjó (var slydda og blautur snjór þar). Sem var frekar frábært :3

Fór með einni eistnesku stúlkunni á bráðamóttökuna í dag til að kíkja á ristina hennar sem við höfðum áhyggjur að væri kannski brákuð. Var tekin röntgen og alles og send heim með vikuskammt af verkjatöflum.

Vorum flest að vona að við fengum síðustu vasapeningana+matarpening fyrr, en fáum þá víst í fyrsta lagi á fimmtudag.
En þá ætlum að leggja pening til hliðar og hafa jólamat þann 11. Og Carla og hennar fjölsk. eru rosalega yndæl og ætla að bjóða okkur líka i mat um svipað leyti. (þarf líkast til að vera á milli 10 og 12 þar sem tyrknesku stúlkurnar koma til baka frá stuttu fríi 10 og Anní fer þann 12).
Tyrkneski drengurinn er enn í Portó og mun vera þar þar til hann fer 25. Sem er gott fyrir hann, tel ég.
Eða allanvegan betra en að vera einn inná herbergi hér...

Er verið að segja okkur að okkur sé boðinn kvöldmatur á veitingastað í kvöld vegna eldhúsleysis. Svo fáum við einhvað á morgun líka :3

Despicable Me og Cougar Town eru nýtt uppáhald núna :D

-Eir

Friday, November 26, 2010

dumm dee dumm

Ekki mikið að frétta af okkur.
Er búin að snúa sólarhringnum mínum við en tókst að vakna á hádegi í dag :3
Veðrið var ömurlegt í nótt, rigning og vindur en rafmagnið hélst!
Gat ekki sofnað lengi vel og fór í næturrölt alla leið í næsta herbergi og náði mér í nýyfirgefna baðvog sem ég notaði til að finna út hversu þungur farangurinn minn mun vera. Reiknaði út að ég sleppi með 25 kg (bjartsýni hér) en það er ekki svo gott þar sem við Lilja höfum bara 40 kg á milli okkar og hún mun líkast til vera með þyngri farangur... verð að galdra mesta þyngdina í handfarangur og/eða vona að við séum bara nógu asskoti krúttlegar að við komumst upp með meiri þyngd :3

Er annars bara að hanga á Assembleia (nálægum bar/kaffihúsi) að sötra kaffi (meia leite) og hala niður allsskonar þáttum og myndum (þar sem klaustrið er algjörlega laust við internet eða sjónvarp).

Hef ekki séð neinn af klausturbúunum í dag, en þar sem allir Tyrkirnir eru í burtu erum við bara sex manns í klaustrinu núna.

Svo,
ég er enn á lífi, það er ekkert áhugavert að gerast hérna og ég hlakka enn að komast heim :3

23 dagar!

Wednesday, November 24, 2010

Fréttir

Vá, ekkert heyrst frá mér í óratíma.
Er á lífi og líður frekar vel.
Ástæðan er að ég er loksins búin að ákveða að koma mér héðan. Er með flugmiða til Íslands þann 19. Des (væri jafnvel til á að fara fyrr, eða fyrir 8 mánuðum síðan) og ætla aldrei aftur til baka.
Okay, það er ekki rétt. Mundi gjarnan vilja koma og heilsa upp á nokkra portúgala aftur seinna en ekki Luis samt.
Og ekki sofa aftur í þessu kalda klaustri.
Er að sofa of lengi og illa þessa daga og þrátt fyrir að vera með tvo ofna núna er kallt og þunglyndislegt í herberginu mínu. Ég kenni ljósleysinu um. Portúgal er búið að snöggkólna og hér rignir slatta. Flestir halda sig inná herbergjum eða á næsta bar á netinu (þegar það er internet) og þegar veðrið er slæmt fer rafmagnið yfirleitt af klaustrinu. Eða slær út reglulega. Heitt vatn er ekki alltaf á boðstólum og mórallinn ekki upp á marga fiska. T.d. erum við hætt að taka til og hafa sameiginlegan sjóð fyrir þvottaduft, klósettpappýr o.s.fr.v. Engir plastpokar eru í eldhúsinu og allt frekar kalt og "sovjet-russía" einhvernvegin. (fullkomnað með blikkandi ljósi í eldhúsinu).

Flestir eru komir með endanlega flugmiða heim. Lísi fer eldsnemma á morgun og svo fara flestir að tínast til sinna landa í desember. Seinasti drengurinn fer 25 desember.
Tvær enda verkefnið 20-25 Janúar og tvö eru ekki viss hvort þau ætla að halda áfram eftir jól.

Ég hef áhyggjur af flestum hérna og er ánægð að flestir sem eru illa á sig komin andlega eru fljótlega að hætta :3

Er enn boðið í mat á mánudagskvöldum hjá Önu. Það er mjög indælt. En dagarnir eru frekar leiðingjarnir. Flesta daga fer ég á fætur milli 12-14 og dreg sjálfa mig á næsta bar, fæ mér meia-leite og fer á netið. Lilja vaknar yfirleitt seinna, kemur til mín um 18 leitið og förum og fáum okkur kvöldmat í eldhúsinu. (yfirleitt súpa sem við fáum gefins) og horfum svo á einhverja þætti eða kvikmyndir þangað til ég fer að sofa, oftast á undan Lilju.

Frekar boring. Man dagana sem : dagurinn sem Oz fékk sér croissant, eða dagurinn sem ég sat þarna en ekki á hinum staðnum. Er ekki einu sinni viss hvaða vikudagur er í dag. Ekki mánudagur samt...
Huh, miðvikudagur.

25 dagar eftir!
Hlakka til að komast heim <33