Wednesday, November 24, 2010

Fréttir

Vá, ekkert heyrst frá mér í óratíma.
Er á lífi og líður frekar vel.
Ástæðan er að ég er loksins búin að ákveða að koma mér héðan. Er með flugmiða til Íslands þann 19. Des (væri jafnvel til á að fara fyrr, eða fyrir 8 mánuðum síðan) og ætla aldrei aftur til baka.
Okay, það er ekki rétt. Mundi gjarnan vilja koma og heilsa upp á nokkra portúgala aftur seinna en ekki Luis samt.
Og ekki sofa aftur í þessu kalda klaustri.
Er að sofa of lengi og illa þessa daga og þrátt fyrir að vera með tvo ofna núna er kallt og þunglyndislegt í herberginu mínu. Ég kenni ljósleysinu um. Portúgal er búið að snöggkólna og hér rignir slatta. Flestir halda sig inná herbergjum eða á næsta bar á netinu (þegar það er internet) og þegar veðrið er slæmt fer rafmagnið yfirleitt af klaustrinu. Eða slær út reglulega. Heitt vatn er ekki alltaf á boðstólum og mórallinn ekki upp á marga fiska. T.d. erum við hætt að taka til og hafa sameiginlegan sjóð fyrir þvottaduft, klósettpappýr o.s.fr.v. Engir plastpokar eru í eldhúsinu og allt frekar kalt og "sovjet-russía" einhvernvegin. (fullkomnað með blikkandi ljósi í eldhúsinu).

Flestir eru komir með endanlega flugmiða heim. Lísi fer eldsnemma á morgun og svo fara flestir að tínast til sinna landa í desember. Seinasti drengurinn fer 25 desember.
Tvær enda verkefnið 20-25 Janúar og tvö eru ekki viss hvort þau ætla að halda áfram eftir jól.

Ég hef áhyggjur af flestum hérna og er ánægð að flestir sem eru illa á sig komin andlega eru fljótlega að hætta :3

Er enn boðið í mat á mánudagskvöldum hjá Önu. Það er mjög indælt. En dagarnir eru frekar leiðingjarnir. Flesta daga fer ég á fætur milli 12-14 og dreg sjálfa mig á næsta bar, fæ mér meia-leite og fer á netið. Lilja vaknar yfirleitt seinna, kemur til mín um 18 leitið og förum og fáum okkur kvöldmat í eldhúsinu. (yfirleitt súpa sem við fáum gefins) og horfum svo á einhverja þætti eða kvikmyndir þangað til ég fer að sofa, oftast á undan Lilju.

Frekar boring. Man dagana sem : dagurinn sem Oz fékk sér croissant, eða dagurinn sem ég sat þarna en ekki á hinum staðnum. Er ekki einu sinni viss hvaða vikudagur er í dag. Ekki mánudagur samt...
Huh, miðvikudagur.

25 dagar eftir!
Hlakka til að komast heim <33

No comments:

Post a Comment