Sunday, September 23, 2012

Portúgal

Er aftur í Portúgal.
Í þetta skiptið í Vila Nova de Famalicao, sem er nær Braga en Oporto.
Þetta er Youth in Action styrkt verkefni á vegum áfanga í skólanum sem ég var í á seinustu önn.




Portúgal er ágætt. Mjög svipað og seinast.
Ferðin gekk vel þrátt fyrir óþolinmóða ferðafélaga.
Fengum rosalegar móttökur með trommuslætti og sirkúskúnstum. Juggling og pýramída-uppröðun.
Fengum nett panik yfir hvernig við eigum að taka á móti þeim er þau koma til Ísland.

Fattaði að ég hafði gleymt símanum mínum og gjöf fyrir fjölskylduna sem hýsir mig fyrstu dagana, en gat reddað því seinna í flughöfninni heima. Hvað betra en alíslenska fjölskylduframleiðslu Gömlu matarbúðarinnar? Keypti Villiberjasalt og Öræfate svo það lítur allanvegan vel út. Get líka sagt þeima að Lára frænka hafi pakkað saltinu :)

Við vorum skipt niður á heimili í gærkveldi og ég er ein einhverstaðar í V.N. de Famalicao, held ég. Með ungri stúlku sem heitir Carinia og fjölskyldu hennar. Móður (hún er fra Þýskalandi), systur, systursyni, hundi og ketti.
Kötturinn er mjög athyglissjúkur og hundurinn geltir mikið. Svo elveg eins og heima :3
Kisi kom meira að segja inn til mín er ég var að fara að sofa og svaf uppí hjá mér þar til ég sofnaði.
Ég get ekki betur séð en ég sé í stærsta herberginu hérna, svefnherbergi móðurinnar og ég er ein í því. Hef á tilfinningunni að fjölskyldan sé að þrengja svefnaðstæður sínar frekar mikið... líður örlítið óþægilega yfir því þar sem ég hefði verið mjög sátt á dýnu á gólfinu. Þarf ekki beint tvíbreitt rúm.

Erum í dag bara búin að chilla inni, þar eru búnir að koma tveir snöggir skúrar svo ég veit ekki hvort hann haldist þurr. Carina er að tala um að fara í búðir svo ég býst við því að það sé það sem ég sé að fara að gera.

Fengum almennilega dagskrá í rútunni út á flugvöll í gær. Við munum vera að gera einhvað skemmtilegt á hverjum degi, frá brimbrettakennslu til bóndastarfa, kíkjum á vinho verde vínekru og oní vínkjallara Sandeman svo einhvað sé nefnt.
Fengum ekki okkar eigið eintak svo ég man ekki alveg hvað er hvenær..

Ekki mikið að segja frá í sinni, svo ég læt þetta gott heita í bili.
Ástarkveðjur
Eir

No comments:

Post a Comment