Tuesday, August 31, 2010

Eir skrifar:

Sorrí hvað ég er ónýt að skrifa hérna D:
En við erum á lífi og allt leikur í lyndi.
Íslandsferðin var æðisleg en aðeins of stutt og ég náði ekki að hitta alla sem ég vildi.
Náði samt að gera mest af því sem ég vildi gera.

Svo komum við hingað í klaustrið með foreldrana og litla brósa.
Loftljósið enn í ólagi og við eftirlétum fjölskyldunni okkar herbergi en tróðum okkur inná Láru herbergi.
Vorum fyrstu dagana mikið hérna en seinustu dagana leigðum við bílaleigubíl til að rúnta um umhverfið og svo gistum við eina nótt í Portó.

Fjölskyldan er svo komin heilu höldnu aftur heim.

Özge og Jean eru farin heim til sín og Onuralp mun fara á morgun :(
Allir að stinga af.

Eftir tvo daga með 45 gráðu hita er dagurinn í dag skýjaður með rigningu og þrumum.
Í gærkveldi tókum við Lilja + Eistarnir okkur til og bökuðum súkkulaðibitamöffins með venjulegu, dökku og hvítu súkkulaði. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur sykursjokkið sem þeir féngu sem átu þær XD
Svo horfðum við Lilja og Annie á Wanted, en hún (Annie) er búin að vera að horfa mikið á hana síðustu daga (tjáði mér um hádegisbil að hún hafði horft á hana aftur eftir að við fórum og parta svo í morgun), en þó söguþráðurinn sé frekar út úr kú er hún rosalega falleg með flottar tæknibrellur xD
Einnig er fólk farið að gefa okkur mat þar sem það hefur réttlega heyrt að við séum orðin peningalaus og getum mörg hver ekki keypt mat. Svo okkur var gefinn kvöldmatur í gærkveldi og hádegismatur í dag :3
Fólk hérna er góðhjartað.

Annars er lífið bara gott og ég vona að heyra einhvað í fólki.
Bestu kveðjur frá Portúgal.

Eir

1 comment:

  1. Þökkum fyrir dásamlegan tíma í dásamlegu landi með dásamlegum stelpum!

    ReplyDelete