Vá, alveg vika síðan ég skrifaði síðast.
Umm...
Ekkert mikið búið að gerast fyrir utan að við erum komin niður í 15 manns.
Onuralp og Ani farin og Irem er held ég næst.
Á föstudeginum fórum við nokkur með nýfengin part af peningnum okkar til Portó þar sem allir höfðu gaman af.
Sjálf náði ég ekki að kauða neitt nema garn fyrir hana Lilju mína :3
Á laugardeginum var haldið upp á afmælið hennar Özgunar með stæl. Matur og áfengi og svo var farið upp á fiveclub til að djamma.
Einhverjir skemmtu sér of mikið, en allt fór vel að lokum.
Í dag fengum við svo afganginn af peningnum okkar!
Erum annars búin að vera að glíma við vatnsleysi af og til og höfðum t.d. ekkert vatn til að fara í sturtur fyrri partinn í dag, og núna er bara vatn á helmingnum af klaustrinu.
Enn ljóslaut í okkar herbergi.
Búin að vera rosalega dugleg að horfa á sjónvarpsþætti og var að enda við að klára seinustu seríuna af Monk og er að spæna í gegnum Scrubs og Supernatural.
Svo er spurningin hvort ég fari til Porto ás morgub eða fari með Mariyu í leikskólann og hjálpi henni þar.
Eða bæði.
Veit ekki enn.
Einar frændi og Kristjana eignuðust yndislegan lítinn dreng á laugardaginn.
Og Kristjana hefur beðið mig um að vera skýrnarvott. Sem ég er mjög upp með með að vera beðin um.
Líkast til mun ég samt ekki getað verið á Íslandi þegar skýrnin er, sem er rosaleg synd. :(
Hlakka samt til að sjá litla krílið og foreldrana sem fyrst.
Lífið er yndislegt.
Jafnvel þótt mér sé kallt á tánum.
Ást og internet-knús til allra sem nenna að lesa þetta.
-Eir
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Lífið er líka dásamlegt hér á Íslandi !
ReplyDelete