Tuesday, August 3, 2010

Eir Skrifar

Bleh!
Ég er ekki dauð og Lilja er líka sprelllifandi.
Höfum ekkert loftljós í herberginu okkar lengur og allt klaustrið virðist vera að detta í sundur.
Útiljósin komin niður í eitt vesælt ljós, a.m.k. 2 klósett virka ekki, stiga og gangljós eru dauð og hurðin á þvottavélinni opnast ekki.

En annars, förum frá Porto 6 um morguninn þann 7 Ágúst svo við þurfum að fara til Portó kvöldið á 6. Eyða nóttinni þar, taka flug til London og eyða skitnum sólarhring þar afþví Icelandair er kúkur og felldi niður flugið þann 7.
Eini góði punkturinn er að við getum tekið meiri farangur frá London til Íslands en frá Porto til Londons, svo kannski getum við verslað föt í millitíðinni....

Hlutir sem mig langar að gera á Íslandi:
Vaða í Hvaleyravatni
Synda í Hjálparfoss
Knúsa kisuna mína
Knúsa fjölskylduna mína x2
Knúsa vini mína og vera í human pile
Fara í sund
Fara í bíó
Borða beikon
Borða almennilegt snakk!!
Baka muffins
Fara í brúðkaup
Fara út á milli kl. 12-18 og ekki bráðna
Borða pulsu
Borða hamborgara og franskar með Önnu Karen
ofl.

1 comment:

  1. Flott að heyra frá ykkur, þó langt sé á milli :)
    Hlakka til að sjá ykkur !

    ReplyDelete