Tuesday, June 8, 2010

Menningarvika og klausturhrekkir.

Jæja, nú erum við orðnar tvær systurnar í klaustrinu. Við ákváðum að uppfæra báðar bloggið í staðin fyrir að gera annað fyrir Lilju, eða að Eir væri bara að blogga meðan Lilja læi í leti og drykki sangria.

4.júní byrjaði menningarvika og margt að gera í kringum hana. Lilja málaði spiderman-grímu á andlitið á litlum krakka, og svo sátum við saman yfir sýningu á efri hæð safnsins í fimm klukkutíma í gær. Safnið er utandyra svo mikill hluti vaktarinnar fór í að hlaupa á eftir skrautlegum pappakössum og föndruðum blómum sem fuku um. Og auðvitað spilunum okkar, en við reyndum að spila rommý til að drepa tímann. Að minnsta kosti leiddist okkur ekki meðan við hlupum.

Í fyrrakvöld settum við upp sensory labyrinth í klaustrinu og rúmlega tuttugu manns fóru í gegn. Viðbrögðin voru flest mjög jákvæð og ófáa skorti orð til að lýsa því hvernig þau upplifðu það. Lilja sá um að láta fólk þefa af karrý og kardimommudropum, en Eir söng fyrir fólk meðan hún lagði það í gröfina.


Áðan fékk Jean (franski gaurinn) heimsókn frá systur sinni og frænku. Meðan þau sátu í eldhúsinu og spjölluðu og átu osta hljóp einhver púki í restina af krökkunum. Nokkur þeirra skutust upp í herbergið hans og færðu næstum öll húsgögnin og hluti inn á salerni. Svo röðuðu þau fullt af kertum um allt og létu tölvuna spila klassíska tónlist. Þegar greyið Jean var leiddur upp til að líta á herlegheitin var andrúmsloftið mjög svo rómantískt, og Sonya hafði legist fyrir á rúminu með rauðvínsglas í hendi og kvaðst hafa beðið hans...


Því miður var batteríið í myndavélinni ekki upp á sitt besta og því náðist ekki nema ein mynd, sem gerir listrænni uppsetningu húsgagnanna enganvegin skil.

2 comments:

  1. Bara láta vita að það er fylgst með skrifum ykkar og alltaf lesin :)

    ReplyDelete
  2. Takk pabbi, við fengum hugskeytin líka og kunnum að meta þau :)

    ReplyDelete