Svo, er ekki mikið búin að vera á netinu síðustu daga. Bæði vegna þess að dagarnir eru kaldir og fullir af rigningu, en líka vegna þess að barinn þar sem ég ven komur mínar er ekki búinn að vera með internettengingu seinustu.. 4 daga?
Er í augnablikinu á tengingu sem ég hef ekki hugmynd um hver á :/
Vona að sá hinum/henni sama sé ... sama.
Allanvegan.
Rigning og kuldi hérna.
Einhverjir gaurar og kjellingar búin að vera að valsa um allt klaustrið og mála og þrífa. Í dag vorum við vakin unm 11 leytið til að pakka öllu eldhúsdótinu okkar niður í kassa því einhverjir eru að fara að nota eldhúsið í kvöld og á morgun... svo ekkert eldhús fyrir okkur næstu daga.
Ljáðist að segja okkur það, þó fólkið í eldhúsinu segjast hafa sagt Cörlu það sver hún fyrir að hafa vitað neitt.
Einnig hefði verið gaman að vita að það var einhversskonar kvikmyndahátíð 26-28. En hún fær líkast til borgað fyrir einhver önnur "manager störf".
Fór til Önu í gær í mat. Alltaf yndislegt og kósí og svo var hengið á Area og við fórum síðan nokkur upp í fjall að sjá snjó (var slydda og blautur snjór þar). Sem var frekar frábært :3
Fór með einni eistnesku stúlkunni á bráðamóttökuna í dag til að kíkja á ristina hennar sem við höfðum áhyggjur að væri kannski brákuð. Var tekin röntgen og alles og send heim með vikuskammt af verkjatöflum.
Vorum flest að vona að við fengum síðustu vasapeningana+matarpening fyrr, en fáum þá víst í fyrsta lagi á fimmtudag.
En þá ætlum að leggja pening til hliðar og hafa jólamat þann 11. Og Carla og hennar fjölsk. eru rosalega yndæl og ætla að bjóða okkur líka i mat um svipað leyti. (þarf líkast til að vera á milli 10 og 12 þar sem tyrknesku stúlkurnar koma til baka frá stuttu fríi 10 og Anní fer þann 12).
Tyrkneski drengurinn er enn í Portó og mun vera þar þar til hann fer 25. Sem er gott fyrir hann, tel ég.
Eða allanvegan betra en að vera einn inná herbergi hér...
Er verið að segja okkur að okkur sé boðinn kvöldmatur á veitingastað í kvöld vegna eldhúsleysis. Svo fáum við einhvað á morgun líka :3
Despicable Me og Cougar Town eru nýtt uppáhald núna :D
-Eir
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment